Ný bæjarstjórn Snæfellsbæjar
20.06.2018 |
Fréttir
Fimmtudaginn 14. júní s.l. tók ný bæjarstjórn formlega við hér í Snæfellsbæ og hélt sinn fyrsta fund.
Tveir nýir bæjarfulltrúar tóku sæti við það tækifæri, þau Auður Kjartansdóttir og Michael Gluszuk, en þau taka við af reynsluboltunum Kristjönu Hermannsdóttur og Kristjáni Þórðarsyni.
Kristjana sat í bæjarstjórn í 12 ár og Kristján sat í 4 kjörtímabil, eða 16 ár.
Á fundinum þann 14. júní var Björn H Hilmarsson kjörinn forseti bæjarstjórnar og Júníana Björg Óttarsdóttir kjörinn formaður bæjarráðs til eins árs.
Bæjarfulltrúum hefur nú verið úthlutað snb.is netföngum sem á að gera bæjarbúum og öðrum auðveldara um vik að hafa samband við þau.
Bæjarfulltrúar 2018-2022, og þeirra netföng, eru þessi:
Björn Haraldur Hilmarsson - bjornh@snb.is Júníana Björg Óttarsdóttir - juniana@snb.is Auður Kjartansdóttir - audur@snb.is Rögnvaldur Ólafsson - roggi@snb.is Svandís Jóna Sigurðardóttir - svandis@snb.is Michael Gluszuk - mikki@snb.is Fríða Sveinsdóttir - frida@snb.is