Ný heimasíða

Við bjóðum íbúa Snæfellsbæjar velkomna á nýja vefsíðu sveitarfélagsins. Það er von okkar að nýja vefsíðan stuðli að auknu upplýsingaflæði og gegnsærri stjórnsýslu.

 

Lagt var upp með að einfalda aðgengi að upplýsingum og gera vefsíðuna notendavænni. Þá er hún bjartari yfirlitum og snjöll með eindæmum, þ.e. hún skynjar í hvaða tæki er verið að skoða vefinn og aðlagast í samræmi við skjástærð.

Þess má geta að vefsíður eru stöðugt í þróun og enn standa nokkur verk óunnin á nýju vefsíðu okkar. Það er óumflýjanlegt að einhverjar villur komi upp við stórar uppfærslur sem þessar og því biðjum við íbúa og aðra lesendur að sýna því skilning fyrst um sinn ef eitthvað kunni að koma skringilega fyrir sjónir.

Ábendingar um hvað betur má fara eru afar vel þegnar og hægt er að senda tölvupóst þess efnis á Heimi Berg, markaðs- og upplýsingafulltrúa Snæfellsbæjar, með því að smella hér.

Glaðlega myndin sem fylgir hér að ofan fannst í safni Snæfellsbæjar, en nafn stúlkunnar og ljósmyndara er þó á huldu. Myndin var sennilega tekin fyrir þremur til fjórum árum á tyllidegi hér í bæ. Er einhver sem þekkir fyrirsætuna?

Komið hefur í ljós að stúlkan á myndinni heitir María Ýr Þráinsdóttir og ljósmyndari er Alfons Finnsson.