Nýir starfsmenn Félags- og skólaþjónustunnar
01.10.2020 |
Fréttir
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga hefur verið dugleg að bæta við sig fagmenntuðu starfsfólki undanfarið.
Jón Haukur Hilmarsson gekk til liðs við stofnunina fyrr í sumar. Hann er útskrifaður þroskaþjálfi úr Háskóla Íslands og gegnir starfi ráðgjafaþroskaþjálfara í leik- og grunnskólum og fagstjóra málefna fatlaðs fólks á Snæfellsnesi.
Ragnar Hjörvar Hermannsson mun starfa sem talmeinafræðingur grunnskólanna á Snæfellsnesi. Hann er með meistarapróf í Talmeinafræði frá læknadeild Háskóla Íslands.
Katrín Knudsen er meistaranemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands sem verður við fimm vikna starfsnám hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
Frétt birtist í Bæjarblaðinu Jökli.