Nýtt deiliskipulag frístundabyggðar í landi Ölkeldu, Snæfellsbæ

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 8. febrúar 2024 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi í landi Ölkeldu í samræmi við 1. mgr. 41. gr skipulagslaga.

Í landi Ölkeldu eru tvö frístundahús og er gert ráð fyrir í deiliskipulagstillögu að í umræddum reit verði sjö nýjar lóðir skipulagðar þannig að þar verði í heildina níu frístundalóðir. Nýjar lóðir verði að lágmarki 3.000 fm og verði húsin lágreist og að hámarki 140 fermetrar að stærð. Svæðið er innan frístundabyggðar F-4 í gildandi aðalskipulagi eftir óverulega breytingu.

Gögn eru frá Landlínum: Greinargerð, deiliskipulagsuppdráttur í mælikvarða 1:2.000 og yfirlitsmynd í 1:50.000 úr aðalskipulagi Snæfellsbæjar. Í greinargerð er gerð grein fyrir umhverfisáhrifum tillögunnar.

Hægt er að skoða tillöguna frá 15. febrúar – 28. mars 2024 á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, undir málsnúmeri 947/2023. Einnig liggur tillagan frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar að Klettsbúð 4, 360 Hellissandi og á heimasíðu Snæfellsbæjar, www.snb.is. Hlutaðeigandi geta óskað eftir kynningu í ráðhúsinu eftir samkomulagi.

Umsagnaraðilum og þeim sem eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna í síðasta lagi 28. mars 2024. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast inn á skipulagsgatt.is vegna máls númer 947/2023.

Fylgigögn: