Nýtt deiliskipulag frístundabyggðar o.fl. að Stóra Kambi í Breiðuvík, Snæfellsbæ

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Snæfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 20. júlí 2023 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 41. gr skipulagslaga á Stóra-Kambi.

Deiliskipulag fyrir frístundabyggð að Stóra-Kambi var auglýst fyrir all nokkrum árum, en gildistaka var aldrei auglýst. Því er tillagan auglýst sem nýtt deiliskipulag. Deiliskipulagið er í fullu samræmi við gildandi aðalskipulag og er því ekki kynnt lýsing vegna þess. Deiliskipulagið tekur til svæðis F-28 á dreifbýlisuppdrætti aðalskipulags sem er 6.1 ha að stærð og þar er gert ráð fyrir allt að 12 frístundahúsum. Deiliskipulagið tekur einnig til þjónustusvæðis við þjóðveg og opins svæðis austan frístundabyggðarinnar.

Gögn eru frá Landmótun: Greinargerð, deiliskipulagsuppdráttur í mælikvarða 1:1.000 og skýringaruppdráttur í 1:2.000 sem sýnir aðliggjandi svæði.

Tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar að Klettsbúð 4, 360 Hellissandi frá 28. júlí 2023 til 8. september 2023 og á heimasíðu Snæfellsbæjar.

Einnig er hægt að skoða tillöguna á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 426/2023.

Umsagnaraðilum og þeim sem eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna í síðasta lagi 8. september 2023. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast inn á skipulagsgatt.is vegna máls númer 426/2023 eða á netfangið byggingarfulltrui@snb.is.

Fylgigögn: