Nýtt deiliskipulag vegna ferðaþjónustu á hluta lands Gíslabæjar
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 11. janúar 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi ferðaþjónustu á Gíslabæ, Hellnum dags. 3. desember 2021, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið liggur neðan og ofan Akravegar og er á Náttúruminjaskrá, svæði nr. 223, utanvert Snæfellsnes. Svæðið liggur auk þess að friðlýstri strönd, ströndin við Stapa og Hellna, sem var friðlýst árið 1988. Því verða allar framkvæmdir háðar samráði við Umhverfisstofnun. Sýna skal umhverfi fyllstu tillitsemi við framkvæmdir. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir allt að 1.000 m2 íbúðahóteli með lágmarks veitingaþjónustu neðan vegar og 8 allt að 40 m2 smáhýsum ofan vegar.
Tillagan er aðgengileg hér að neðan og mun sömuleiðis liggja frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, á opnunartíma frá 20. janúar til 10. mars. Bæjarstjórn samþykkti einnig tillögu að breytingu aðalskipulags Snæfellsbæjar 2015 - 2031 á fundi sínum þann 11. janúar 2022 og er hún aðgengileg hér að neðan. Tillaga að breytingu aðalskipulags ásamt umhverfismatsskýrslu verður jafnframt til kynningar hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7, Reykjavík.
Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast til skipulags- og byggingarfulltrúa Snæfellsbæjar í síðasta lagi fimmtudaginn 10. mars 2022 í Ráðhús Snæfellsbæjar að Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ eða á byggingarfulltrui@snb.is. Viðhengi: