Nýtt götukort af Hellissandi

Í gær var nýtt götukort af Hellissandi gefið út. Kortið er mikið listaverk þar sem hvert einasta hús er handteiknað og litað af glæsibrag eftir ljósmyndum og öðrum gögnum.

Kortið er mjög nákvæmt og liggur heilmikil vinna að baki því, en vinnan við það hefur tekið um hálft ár. Kortið af Hellissandi er fyrsta kortið sem Snæfellsbær gefur út í þessum anda og nú hefst vinna við sambærilegt kort af Ólafsvík.

Kortið er teiknað af Ómari Smára Kristinssyni. Steinprent í Ólafsvík sá um prentun. Snæfellsbær er útgefandi.

Kortinu hefur þegar verið dreift til þjónustuaðila á Hellissandi. Vilji aðrir hafa kortið hjá sér er hægt að nálgast það í Ráðhúsi Snæfellsbæjar. Jafnframt verður hægt að nálgast rafæna útgáfu með QR-kóða hér á heimasíðu Snæfellsbæjar. Einnig er hægt að hafa samband við Heimir Berg, markaðs- og upplýsingafulltrúa, og óska eftir að fá kort til afhendingar eða stafrænt eintak í hárri upplausn til útprentunar. Hægt er að senda honum tölvupóst á netfangið heimir@snb.is.