Nýtt húsnæði Smiðjunnar
28.05.2018 |
Fréttir
Smiðjan opnaði síðastliðinn fimmtudag í nýjum húsakynnum við Ólafsbraut 19 í Ólafsvík. Þar verður rekin dagþjónustu- og endurhæfingarstöð FSS fyrir fatlaða og aðra með skerta starfsgetu. Byggðasamlagið, sem rekur félags- og skólaþjónusta Snæfellinga, festi kaup á húsnæðinu fyrir nokkrum mánuðum og hefur staðið að endurbótum.
Snæfellsbær óskar FSS til hamingju með nýja húsnæðið og vonar að það verði gæfuríkt spor fyrir það góða starf sem unnið er í Smiðjunni að vera komin í varanlegt húsnæði.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Svein Þór Elínbergsson, forstöðumann FSS, við opnunarhátíðina. Mynd var fengin af vefsíðu Skessuhorns þar sem má einnig lesa um nýtt húsnæði Smiðjunnar.