Ókeypis hjólabrettanámskeið fyrir börn í sumar með Sk8roots á Hellissandi

Í sumar verður boðið upp á sumarnámskeið í hjólabrettagarðinum á Hellissandi.

Í upphafi árs opnaði hjólabrettagarðurinn og hefur börnum á öllum aldri staðið til boða að mæta á æfingar endurgjaldslaust frá fyrsta degi. Verkefnið er samstarf Snæfellsbæjar og UMF Víkings/Reynis og stuðlar að auknum fjölbreytileika þeirra íþróttagreina sem stendur til boða í sveitarfélaginu.

Sumarnámskeiðið verður með sambærilegu sniði og stendur börnum í Snæfellsbæ til boða þátttaka á námskeiðinu án endurgjalds. Námskeiðið er ætlað krökkum í 1. - 10. bekk og ef það er mikil aðsókn þá verður hópnum aldursskipt. Snæfellsbær og Barna- og menningarmálaráðuneytið niðurgreiða námskeiðsgjöld. 

Námskeiðinu verður skipt í tvö tímabil og fer fram í íþróttahúsinu á Hellissandi.

Fyrri hópur: 6. júní - 28. júlí 2022. Námskeið þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 13:00 - 15:00. Seinni hópur: 8. ágúst - 28. ágúst 2022. Námskeið þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 13:00 - 15:00. Athugið að skrá þarf iðkendur og er skráning þegar hafin. Frekari upplýsingar í síma 783 1150, info@sk8roots.com.