Opinn fundur félags- og barnamálaráðherra í Ólafsvík

Þriðjudaginn 5. nóvember mun Ásmundur Einar Daðason , félags- og barnamálaráðherra, halda opinn fund í Ólafsvík og fjalla um húsnæðismál á landsbyggðinni.

Kynntar verða þær aðgerðir sem gripið hefur verið til að undanförnu til þess að bregðast við erfiðu ástandi á húsnæðismarkaði og þá ekki síst á landsbyggðinni þar sem mikil stöðnun hefur verið á byggingu húsnæðis fyrir utan suðvesturhornið síðustu ár og jafnvel áratugi.

Þá verður fjallað sérstaklega um aðgerðir í tengslum við landsbyggðarverkefni Íbúðalánasjóðs sem félags- og barnamálaráðherra stofnaði til.

Fundurinn hefst kl. 11:00 og fer fram á Sker Restaurant. Boðið verður upp á súpu fyrir gesti fundarins eftir framsögu ráðherra.

Fundurinn er öllum opinn og eru íbúar hvattir til að mæta.

Ljósmynd: Ásmundur Einar Daðason við undirritun breytinga á reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs í ágúst sl. Mynd fengin af vef Stjórnarráðsins.