Opinn fundur með sjávarútvegsráðherra

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun á næstu tveimur vikum halda tíu opna fundi hringinn í kringum til að ræða nýtt frumvarp til laga um veiðigjald og stöðu sjávarútvegsins almennt.

Fimmtudaginn 11. október n.k. er röðin komin að Snæfellsbæ og hefur verið boðað til fundar með íbúum og öðrum áhugasömum í Röstinni á Hellissandi kl. 19:30. Áætlað er að fundur standi í um 90 mínútur.

Viðburður á Facebook