Opnun tilboða í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar

Í dag voru opnuð tilboð í uppbyggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi. Búið er að grafa fyrir húsi, grafa og fylla í bílastæði og setja upp heildargirðingu fyrir svæðið.

Þrjú tilboð bárust í byggingarútboðið eins og sjá má hér að neðan. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 461.126.638.- 

Heildartilboðsverð með vsk:

  1. Eykt Tilboð hljóðar upp á kr. 716.266.031.-
  2. Framkvæmdafélagið Arnarhvoll Tilboð hljóðar upp á kr. 737.793.341.-
  3. Ístak Tilboð hljóðar upp á 621.983.190.-

Tilboðin liggja nú á borði Framkvæmdasýslu Ríkisins og Ríkiskaupa sem taka þau fyrir.