Opnunarhátíð á nýju húsnæði Félags eldri borgara

Nýtt hús Félags eldri borgara í Snæfellsbæ að Ólafsbraut 23 verður formlega tekið í notkun og afhent félaginu til afnota fimmtudaginn 1. febrúar kl. 16:00.

Óhætt er að segja að húsið sé hið glæsilegasta og getur Félag eldri borgara nú haft alla sína blómlegu starfsemi undir einu þaki.

Við sama tilefni verður nafn á húsið gert kunngjört, en óskað var eftir tillögum að nafni frá íbúum í hugmyndasamkeppni undir lok síðasta árs. Bárust ríflega 70 tillögur frá hugmyndaríkum íbúum og hefur verðugt nafn verið valið úr innsendum tillögum.

Við hvetjum öll til að mæta og fagna þessum merka áfanga með félaginu og skoða þessa frábæru aðstöðu.

Öll hjartanlega velkomin.