Orðsending til foreldra og nemenda Tónlistarskóla Snæfellsbæjar
26.01.2022 |
Fréttir
Kæru íbúar,
Eins og allir vita geisar Covid í heiminum. Í svona ástandi getur kennsla riðlast. En með góðu skipulagi og skilningi foreldra og nemenda gengur skólastarfið ágætlega eins og er. Áætlanir um skólastarf hafa staðist hingað til.
Í tilefni dags tónlistarskólanna í febrúar verða tónfundir með eðlilegum hætti. Svo í mars og apríl verða vorpróf og í maí vortónleikar.
Við viljum þakka ykkur fyrir þolinmæðina. Vonandi lagast ástandið fljótlega og lífið snýst til betri vegar.
Með bestu kveðjum,
skólastjóri og kennarar Tónlistarskóla Snæfellsbæjar.