Örstyrkir til menningarverkefna í Snæfellsbæ árið 2025

Menningarnefnd Snæfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um örstyrki til menningarverkefna í Snæfellsbæ árið 2025.

Veittir verða styrkir til tónleikahalds, listasýninga, útgáfu eða annarra verkefna sem styðja við lista- og menningarlíf í Snæfellsbæ, íbúum til heilla.

Umsóknir sendist á netfangið menningarnefnd@snb.is.

Umsóknarfrestur er til 1. maí 2025.

Íbúar á öllum aldri eru hvattir til að sækja um styrk til að gera eitthvað spennandi og skemmtilegt í sumar.

Ljósmynd: Frá götulistahátíð sem haldin var á Hellissandi árið 2019.