Óskað eftir afleysingu við ræstingar í Ráðhús Snæfellsbæjar
27.04.2020 |
Fréttir
Starfskraft vantar í afleysingar við ræstingar í Ráðhúsi Snæfellsbæjar.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.
Starfshlutfallið er 50% og felst það í ræstingum í ráðhúsinu að Klettsbúð 4 ásamt umsjón með veitingum á fundum í fundarsal ráðhússins. Einnig þyrfti viðkomandi að geta leyst af í afgreiðslu ráðhússins ef á þarf að halda.
Vinnutími er annað hvort frá kl. 8:00 - 12:00 eða 12:00 - 16:00, en getur verið sveigjanlegur eða samkvæmt samkomulagi.
Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu.
Nánari upplýsingar gefur bæjarritari í síma 433-6900 og á netfanginu lilja@snb.is.Umsóknarfrestur er til og með 6. maí 2020.