Óskað eftir fulltrúum í ungmennaráð Snæfellsbæjar

Snæfellsbær auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum í ungmennaráð Snæfellsbæjar.

Hlutverk ungmennaráðs er m.a. að vera bæjarstjórn Snæfellsbæjar til ráðgjafar um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Fulltrúar í ungmennaráði fá greitt fyrir fundarsetu með sama hætti og fulltrúar í öðrum nefndum. Viðkomandi þarf að vera á aldrinum 14 - 21 árs.

Áhugasamir hafi samband við Laufey Helgu Árnadóttur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Snæfellsbæjar, á netfanginu laufey@snb.is.