Óskað eftir umsóknum í vinnuskóla sumarið 2020
21.04.2020 |
Fréttir
Snæfellsbær óskar eftir umsóknum um störf í skemmtilegri og lærdómsríkri sumarvinnu við vinnuskóla Snæfellsbæjar í sumar.
Vinnuskólinn verður starfræktur frá 8. júní til 17. júlí.
- Nemendur í 8. bekk starfa í fjórar vikur, frá 8. júní - 3. júlí. Daglegur vinnutími frá kl. 8:00 - 12:00.
- Nemendur í 9. og 10. bekk og unglingar í árgangi 2003 starfa í sex vikur, frá 8. júní - 17. júlí. Daglegur vinnutími frá 8:00 - 16:35 með klukkustundarlöngu hádegishléi.
Athugið: Nemendur í 10. bekk og unglingar í árgangi 2003 þurfa að skila rafrænum persónuafslætti og greiða í lífeyrissjóð. Iðgjöld reiknast frá næstu mánaðarmótum eftir 16 ára afmælisdag.
Vinnuskólinn er eingöngu ætlaður fyrir börn sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu eða eiga foreldri með lögheimili í sveitarfélaginu.
Umsóknarfrestur er til og með 17. maí nk. Ekki er tekið við umsóknum eftir að umsóknarfrestur hefur liðið. Nemendur vinnuskóla mæta á eftirfarandi staði, fer eftir búsetu:- Ólafsvík - Áhaldahús Snæfellsbæjar
- Hellissandur - rúta fer frá Grunnskólanum á Hellissandi
- Rif - rúta fer frá strætóskýlinu efst í Háarifi
- Mæta skal á réttum tíma á réttum stað.
- Sýna skal flokkstjórum kurteisi.
- Einelti er ekki liðið.
- Notkun tóbaks er bönnuð. Reykingar, munntóbak, vape og önnur vímuefni.
- Notkun farsíma er bönnuð enda er ekki tekin ábyrgð á þeim á vinnutíma.
- Öll forföll þarf að tilkynna til verkstjóra.
- Leggja þarf til allan vinnufatnað og galla en vinnuskóli leggur til öryggisvesti.
- Ætlast er til að krakkar mæti með nesti. Ekki er leyft að yfirgefa vinnustað í pásum.
- Klæðnaður skal hæfa veðri og eðli vinnunnar.
Umsóknareyðublað er hægt að nálgast í Ráðhúsi Snæfellsbæjar eða hér að neðan.
Umsækjendur eru beðnir að senda umsókn á valgerdur@snb.is eða skila henni í Ráðhús Snæfellsbæjar.