Óveruleg breyting á aðalskipulagi Snæfellsbæjar - Frístundabyggð á Arnarstapa

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Snæfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 3. júlí 2024 að gera óverulega breytingu á Aðalskipulag Snæfellsbæjar 2015-2031. Gerð er óveruleg breyting á aðalskipulagi vegna frístundasvæða F-4 og F-5 á Arnarstapa, því bæjaryfirvöld hafa á liðnum árum aukið svigrúm varðandi stærð frístundahúsa. Fyrirhugað er að gera breytingu á deiliskipulagi til að auka svigrúm varðandi stærðir húsa sem standa við Móa, Lækjarbakka og Jaðar á Arnarstapa. Engar breytingar verða gerðar á aðalskipulagskorti en breytingar verða gerðar á texta þar sem fram kemur að hámarks nýtingarhlutfall í frístundabyggð F-4 og F-5 hækki úr 0.05 í 0.07 nema strangari ákvæði séu í deiliskipulagi.

Hægt er að skoða tillöguna á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir málsnúmeri: 856/2024.

Aðalskipulagstillagan verður send Skipulagsstofnun til staðfestingar, svk. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulegar breytingar á aðalskipulagi. Hægt er að kynna sér breytinguna á www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 856/2024 eða hjá skipulagsfulltrúa Snæfellsbæjar eftir samkomulagi.

Skipulagsfulltrúi Snæfellsbæjar