Ráðstefna um karlmennsku á Bifröst 9. október
23.09.2020 |
Fréttir
,,Þegar karlar stranda – og leitin að jafnvægi. Hvernig tökum við umræðuna um líðan og stöðu karlmanna upp á næsta stig?“ er yfirskrift ráðstefnu sem VIRK Starfsendurhæfingarsjóður og Háskólinn á Bifröst standa fyrir um karlmennsku, mismunandi líðan karla og stöðu þeirra á Bifröst föstudaginn 9. október kl. 14-16.
Á ráðstefnunni segja karlar frá ólíkri reynslu sinni af því að stranda og sérfræðingar ræða um karla og streitu - og um leitina að jafnvægi.
Ráðstefnan er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Skráning og nánari upplýsingar á vef VIRK.