Ráðstefna um sameiningar sveitarfélaga
28.02.2020 |
Fréttir
Fimmtudaginn 12. mars n.k. verður haldin ráðstefna um sameiningar sveitarfélaga að Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit og mun hún standa yfir frá kl.10:00 til 15:00.
Eggert Kjartansson, formaður SSV mun opna ráðstefnuna og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Íslands flytur ávarp.
Að því loknu verður rætt um reynslu af sameiningum sveitarfélaga og svo hvernig sé hægt að sporna við því að jaðarbyggðir verði útundan í sameinuðum sveitarfélögum.
Eftir hádegisverð verður svo rætt um hvers megi vænta að áhrif af sameiningum verði fyrir sveitarstjórnarstigið áður en ráðstefnunni er slitið.
Guðveig Eyglóardóttir, varaformaður SSV mun stýra ráðstefnunni.
Skrá þarf þátttöku á ráðstefnuna, það er hægt að gera með því að senda póst á netfangið svala@ssv.is. Dagskrá ráðstefnu má sjá hér að neðan: