Rafræn skoðanakönnun um húsnæðismál eldri borgara
13.09.2023 |
Fréttir
Öldungaráð Snæfellsbæjar hefur óskað eftir því að bæjarstjórn muni leggja skoðanakönnun fyrir íbúa Snæfellsbæjar 60 ára og eldri til að kanna þörfina fyrir húsnæði eldri borgara og áhuga þessa hóps á staðsetningu og gerð þess húsnæðis.
Bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi að skoðanakönnun sem þessi myndi auðvelda ákvarðanatöku bæjarstjórnar í þessum málaflokki í framtíðinni.
Skoðanakönnunina er hægt að finna hér að neðan og eru allir íbúar Snæfellsbæjar, 60 ára og eldri, hvattir til að taka þátt í henni.