Ragnar Már byggingarfulltrúi hjá Snæfellsbæ

Ragnar Már Ragnarsson snýr aftur til starfa sem byggingarfulltrúi hjá Snæfellsbæ.
 
Ragnar þekkir vel til hjá Snæfellsbæ eftir að hafa starfað sem byggingarfulltrúi hjá sveitarfélaginu frá júnímánuði 2021 til 31. mars 2024. Ragnar er ráðinn sem verktaki og verður með fasta viðveru á skrifstofu tæknideildar á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.
 
Ragnar lauk BSc í byggingafræði frá Vitrus Bering í Horsens árið 2004 og Mastersprófi í MPM í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands árið 2007. Auk þess sótti hann löggildingu til að leggja fram aðaluppdrætti árið 2009 og þá nam hann skipulagsfræði tímabundið árið 2012.
Við óskum Ragnari til hamingju og bjóðum hann hjartanlega velkominn aftur til starfa.