Samið við Grjótverk ehf. um lengingu Norðurgarðs

Hafnarsjóður Snæfellsbæjar óskaði í júlí sl. eftir tilboðum vegna framkvæmda við lengingu Norðurgarðs í Ólafsvík. Um er að ræða lengingu um 80 metra.

Sjö tilboð bárust og voru þau opnuð þann 30. júlí sl. Ákveðið var í kjölfar yfirferðar tilboða að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Grjótverk ehf. frá Hnífsdal, og var samningur þess efnis undirritaður fyrr í vikunni.

Framkvæmdir hefjast nú í haust með námuvinnslu og stefnt er að því að byrja að keyra garðinn út í apríl nk. Áætluð verklok eru 1. september 2020.

---

Eftirfarandi tilboð bárust:

  1. Grjótverk ehf. Hnífsdal, 147.000.000.-   114.9%
  2. Borgarverk ehf. Borgarnesi, 153.454.529.-   119.9%
  3. Norðurtak ehf. Sauðárkróki, 159.154.500.-   124.3%
  4. Suðurverk ehf. Kópavogi, 177.722.300.-   138.9%
  5. Stafnafell ehf. Snæfellsbæ, 192.470.670.-   150.4%
  6. Ístak h.f. Mosfellsbæ, 200.449.021.-   156.6%
  7. G. véar ehf. Reykjavík, kr. 210.613.400.-   164.6%

Kostnaðaráætlun verkkaupa, kr. 127.990.600.-   100.0%

Mynd: Björn Arnaldsson, hafnarstjóri, og strákarnir frá Grjótverk ehf. eftir undirritun samningsins.