Samkeppni um nafn á Barnamenningarhátíð Vesturlands 2025
Sameiginleg barnamenningarhátíð allra sveitarfélaga á Vesturlandi verður haldin í fyrsta skipti síðar á þessu ári.
Við undirbúning hátíðarinnar er leitað eftir skapandi nafni sem fangar kraft og gleði getur staðið sem táknmynd menningar barna á Vesturlandi til framtíðar. Þekkir þú óendanlega sniðugan krakka sem er með hugmynd að nafni fyrir hátíðina?
Hvetjum krakka til að taka þátt í nafnasamkeppninni og láttu rödd sína heyrast. Sigurvegari keppninnar vinnur pizzaveislu fyrir sinn bekk eða deild á skemmtikvöldi og höfundur nafnsins sem verður fyrir valinu fær sérstakt viðurkenningaskjal.
Keppnin er opin öllum börnum á Vesturlandi undir 18 ára aldri. Hægt er að senda inn eins margar tillögur og mögulegt er á sérstakri þátttökusíðu nafnasamkeppninnar sem er aðgengileg neðar í þessari frétt.
Nafn hátíðarinnar verður afhjúpað í byrjun sumars, og verður notað á Barnamenningarhátíð Vesturlands til framtíðar.
Hægt er að senda inn tillögur til 24. maí n.k.
Nánari upplýsingar veitir Sigursteinn Sigurðsson, menningarfulltrúi SSV, á netfanginu sigursteinn@ssv.is.
Grípum tækifærið og sköpum nafn á hátíðina sem endurspeglar barnamenningu á Vesturlandi.
Nánar: