Síðasti bæjarstjórnarfundur fráfarandi bæjarstjórnar
Síðasti fundur fráfarandi bæjarstjórnar fór fram í gær. Kristján Þórðarson hverfur úr bæjarstjórn eftir 16 ára setu og Kristjana Hermannsdóttir eftir 12 ár. Þá hefur Kristjana einnig gengt stöðu forseta bæjarstjórnar á tímabili og formanns bæjarráðs frá árinu 2010. Það er því reynslumikið fólk sem hverfur á braut og kann Snæfellsbær þeim bestu þakkir fyrir góð störf. Fimmtudaginn 14. júní n.k. tekur svo ný bæjarstjórn við keflinu.
Mynd sýnir fráfarandi bæjarstjórn eftir bæjarstjórnarfundinn. Aftari röð frá vinstri: Kristinn Jónasson, bæjarstjóri, Júníana Björg Óttarsdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Björn Haraldur Hilmarsson, Rögnvaldur Ólafsson og Kristján Þórðarson. Fyrir framan þau standa Kristjana Hermannsdóttir og Svandís Jóna Sigurðardóttir.