Sigrún Erla nýr forstöðumaður á Jaðri
Sigrún Erla Sveinsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri frá og með 1. október 2023.
Sigrún Erla er fædd og uppalin í Snæfellsbæ og öllum hnútum kunn á heimilinu þar sem hún hefur starfað til fjölda ára. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands og útskrifaðist árið 2011.
Sigrún Erla hóf störf á Jaðri sem hjúkrunarfræðingur árið 2012, en hafði á þeim tíma þegar hlotið töluverða reynslu af umönnun á heimilinu þegar frí gafst frá námi í höfuðborginni. Um tíma lá leið hennar á heilsugæslustöðina í Ólafsvík þar sem hún starfaði sem yfirhjúkrunarfræðingur en árið 2018 fór hún aftur yfir á Jaðar, hvar hún hefur síðan sinnt íbúum af alúð og umhyggju.
Við óskum Sigrúnu Erlu til hamingju með nýju stöðuna og óskum henni jafnframt áframhaldandi farsældar í starfi á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri.