Sirkussýningin Allra veðra von á Malarrifi 11. júlí
Í sýningunni er sirkuslistin notuð til að skoða tengsl mannsins við veðrið. Sýningin er myndræn og hrífandi fyrir áhorfendur á breiðum aldri óháð tungumáli. Akróbatík, áhætta, grín og glens, ljóðrænar myndir og loftfimleikar flétta saman sögur af mönnum og veðri.
Sýningar hafa farið fram fram víðs vegar um landið undanfarnar vikur og verða fleiri sýningar á næstu vikum. Sýning verður á Malarrifi sunnudaginn 11. júlí kl. 16:00 og er aðgangur ókeypis.
Sýningin fer fram utandyra, umlukin melgresishólunum sem einkenna þessa einstöku náttúruperlu. Sýningin er bæði menningar- og útivistarupplifun, og mikilvægt er að áhorfendur mæti klædd eftir veðri.
Sýningin er í boði Sóknaráætlunar Vesturlands og er áhorfendum að kostnaðarlausu, en bóka þarf miða á tix.is til að tryggja sér pláss.
Sýningin hefur fengið frábærar viðtökur áhorfanda á öllum aldri, auk þess að hljóta Grímuverðlaunin 2021 fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins. Sýningin er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands og unnin í samstarfi við Svæðisgarðinn Snæfellsnes og Þjóðgarðinn Snæfellsjökul.