Sjókonur á Snæfellsnesi

Í tilefni af Strandmenningarhátíð á Snæfellsnesi 2019 heimsækir Dr. Margaret E. Willson Snæfellsnes í þessari viku og heldur erindi á Arnarstapa, Grundarfirði og Stykkishólmi.

Margaret Willson er prófessor í mannfræði og Skandinavískum fræðum við Washington-háskóla í Seattle í Bandaríkjunum.

Hún hefur rannsakað sjósókn kvenna á fyrri öldum til nútíma og fundið mikið efni frá Snæfellsnesi. Ljósi verður m.a. varpað á konur frá Rauðseyjum, Höskuldsey, Bjarnareyjum, Oddbjarnarskeri, Flatey, Hergilsey, Brimilsvöllum, Neshreppi, Múlasveit o.fl.

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes hefur veg og vanda af heimsókninni og hvetur fólk til að mæta, skiptast á sögum og fræðast um líf og störf formæðra og núlifandi kvenna á sjó. Fólk má gjarnan koma með myndir og gögn af sjókonum á Snæfellsnesi. Margaret kemur með gögn um nokkrar konur af Snæfellsnesi og segir sögur þeirra áður en boðið er til samræðna.

Allir velkomnir!

Samkomuhúsið á Arnarstapa

föstudaginn 18. okt kl. 19:00 - 21:00

Bæringsstofa í Grundarfirði

laugardaginn 19. okt kl. 13:00

Amtsbókasafnið í Stykkishólmi

laugardaginn 19. okt kl. 17:00 - 19:00