Sjómannadagshelgin 2018
30.05.2018 |
Fréttir
Sjómannadagurinn í Snæfellsbæ á sér merkilega sögu og er einn af stóru menningarviðburðunum í bænum ár hvert. Áhafnirnar á á Magnúsi SH, Matthíasi SH, Agli SH og Álfi SH sáu um skipulagningu sjómannadagshelgarinnar í ár, og er hún sem hér segir:
Föstudagur 1. júní
19:00 Skemmtisigling frá Ólafsvík
- Ólafur Bjarnason SH, Guðmundur Jensson SH og Sveinbjörn Jakobsson SH
- Grillveisla í boði Sjómannadagsráðana í Snæfellsbæ og Ó.K. söluskála.
- Ungir tónlistarmenn koma fram, kirkjukór, trúbadorar fram eftir kvöldi og fl.
- Hoppukastalar á svæðinu í boði Fmí og Fms.
Laugardagur 2. júní
11:00 Dorgveiðikeppni á Norðurgarði í Ólafsvík í umsjá Sjósnæ.
11:00 Kvennahlaup ÍSÍ. Hefst í Sjómannagarðinum.
13.00 Við höfnina í Ólafsvík:
- Sirkús Íslands: sýning í boði N1 og Menningarnefndar Snæfellsbæjar.
- Kappróður, flekahlaup, þrautakeppni, trukkadráttur og fleira.
- Fiskisúpa í boði Magnúsar SH, Matthíasar SH, Egils SH, Álfs SH og Þín verslun Kassinn.
- Hoppukastalar á svæðinu í boði Fmí og Fms.
- Sjómannahóf í Klifi – húsið opnar kl. 19:15.
Sunnudagur 3. júní - Ólafsvík
08:00 Fánar dregnir að húni. 13:00 Í Sjómannagarðinum í Ólafsvík:
- Ræðumaður
- Sjómenn heiðraðir
- Tónlistaratriði
- Sjómannamessa í Sjómannagarðinum
- ath. dagskrá verður færð inn í kirkju ef veður er vont.
- Slysavarnardeild Helgu Bárðar og Sumargjafar býður í kaffi í björgunarmiðstöðinni Von. Snæfellsbæjardeild Rauða Kross Íslands afhendir Björgunarsveitinni Lífsbjörg neyðarhjálparkerru til varðveislu.
- Í Tröð á Hellissandi í boði HH og KG.
Sunnudagur 3. júní - Hellissandur og Rif
11:00 Sjómannamessa að Ingjaldshóli. 13:00 Hátíðardagskrá í sjómannagarði Hellissands:
- Hátíðarræða.
- Heiðraður aldraður sjómaður.
- Sjómannakór, söngatriði Alda Dís.
- ath. dagskrá verður færð inn í Röst ef veður er vont.
- Opnunarsýning á ljósmyndum: Gamlar versöðvar á nesinu eftir Karl Jeppesen.
- Slysavarnardeild Helgu Bárðar og Sumargjafar býður í kaffi í björgunarmiðstöðinni Von. Snæfellsbæjardeild Rauða Kross Íslands afhendir Björgunarsveitinni Lífsbjörg neyðarhjálparkerru til varðveislu.
- Í Tröð á Hellissandi í boði HH og KG.