Sjómannadagshelgin 2019

Sjómannadagurinn í Snæfellsbæ á sér merkilega sögu og er einn af stóru menningarviðburðunum í bænum ár hvert. Áhafnirnar á Sveinbirni Jakobssyni SH, Esjari SH, Særifi SH og Tryggva Eðvars SH sáu um skipulagningu sjómannadagshelgarinnar í ár, og er hún sem hér segir:

Föstudagur 31. maí

19:00 Skemmtisigling frá Ólafsvík
  • Ólafur Bjarnason SH, Egill SH og Saxhamar SH. Rútuferðir frá N1 á Hellissandi kl. 18.20 og til baka kl. 23.30 frá Skeri í Ólafsvík.
20:00 Sjómannagarðurinn Ólafsvík:
  • Grillveisla í boði áhafnanna sem sjá um helgina í Snæfellsbæ og Söluskála Ó.K. Á pallinum verða Kristján Guðnason og Sísí Ástþórsdóttir og halda uppi stuðinu. Hoppukastalar á svæðinu í boði FMÍ og FMS.

Laugardagur 1. júní

11:00 Dorgveiðikeppni á Norðurgarði í Ólafsvík. Umsjón Sjósnæ. 13:00 Við höfnina á Rifi.
  • Kappróður, flekahlaup, þrautakeppni, reiptog og fl.
  • Fiskisúpa í boði: Sveinbjörn Jakobsson SH, Esjar SH, Særif SH og Tryggvi Eðvarðs SH.
  • Hoppukastalar á svæðinu í boði FMÍ og FMS.
20:00 Sjómannahóf í Félagsheimilinu Klifi
  • Húsið opnar kl. 19:15.
  • Matur frá Galito. Sóli Hólm er veislustjóri.
  • Sjómannskonur heiðraðar.
  • Minni sjómanna.
  • Áskorandakeppni sjómanna.
  • Hljómsveitin Bandmenn spilar fyrir dansi fram á rauða nótt.

Sunnudagur 2. júní - Ólafsvík

08:00 Fánar dregnir að húni 13:00 Í Sjómannagarðinum í Ólafsvík (fært inn í kirkju ef veður er vont)
  • Ræðumaður
  • Sjómenn heiðraðir
  • Tónlistaratriði Tónlistarskóla Snæfellsbæjar
  • Sjómannamessa í Sjómannagarðinum
14:00 - 16:30 Sjómannakaffi
  • Slysavarnardeild Helgu Bárðar og Sumargjafar býður í kaffi í björgunarmiðstöðinni Von.
15:30 Leikhópurinn Lotta
  • Í Tröð á Hellissandi í boði HH og KG. (Fært inn í Röst ef veður er vont.)

Sunnudagur 2. júní - Hellissandur og Rif

08:00 Fánar dregnir að húni 11:00 Sjómannamessa að Ingjaldshóli 13:00 Hátíðardagskrá í sjómannagarði Hellissands (fært inn í Röst ef veður er vont)
  • Hátíðarræða
  • Aldraður sjómaður heiðraður
  • Söngatriði Tónlistarskóla Snæfellsbæjar
  • Í Sjóminjasafninu opna sýningarnar „Sagan okkar“ inni í safninu og „Landnámsmenn í vestri“ á útisvæði safnsins.
14:00 - 16:30 Sjómannakaffi
  • Slysavarnardeild Helgu Bárðar og Sumargjafar býður í kaffi í björgunarmiðstöðinni Von.
15:30 Leikhópurinn Lotta
  • Í Tröð á Hellissandi í boði HH og KG. (Fært inn í Röst ef veður er vont.)