Sjómannadagurinn í Ólafsvík - dagskrá
05.06.2020 |
Fréttir
Sjómannadagurinn í Snæfellsbæ á sér merkilega sögu og er einn af stóru menningarviðburðunum í bænum ár hvert.
Í ár verða hátíðarhöld þó með breyttu sniði í ljósi stöðunnar í samfélaginu og verður eingöngu stutt dagskrá í Sjómannagarðinum í Ólafsvík. Engin skemmtun verður við höfnina. Fólk er hvatt til að mæta í Sjómannagarðinn.
Í Sjómannagarðinum kl. 13.30:Blómsveigur lagður að styttunni til minningar um látna sjómenn.
Ræðumaður dagsins: Sigurður Páll Jónsson alþingismaður.
Sjómenn heiðraðir fyrir störf við sjómennsku.
Á milli atriða munu krakkar leika sjómannalög undir stjórn Evgeny Makeev.
Eftir dagskrána í Sjómannagarðinum:Sjómannamessa í Ólafsvíkurkirkju kl. 14:15, sjómenn lesa ritningarorð