Sjóstangveiðimót í Ólafsvík
28.05.2018 |
Fréttir
Í gær hófst alþjóðlegt stangveiðimót í Snæfellsbæ á vegum Íslandsdeildar samtaka evrópskra sjóstangveiðimanna (EFSA) og stendur það til 1. júní næstkomandi.
Mótið er það fjölmennasta sem haldið hefur verið hér á landi, skráðir þátttakendur eru um 140 talsins og koma frá 14 löndum. Siglt verður út frá Rifi og Ólafsvík á um 35 bátum og veitt í fjóra daga.
Undirbúningsnefnd mótsins lagði sig fram um að versla mest af því sem til fellur vegna mótsins hér í bæ og þá eru nánast öll gistipláss í bænum uppbókuð vegna mótsins.
Það er
því ljóst að fjölmenni erlendra gesta mun setja svip sinn á bæjarlífið næstu daga.