Skálasnagi, Öndverðarnes og Skarðsvík í Snæfellsjökulsþjóðgarði
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti lýsingu og matslýsingu á fundi sínum 5. desember 2024 fyrir gerð nýs deiliskipulags fyrir Skálasnaga, Öndverðarnes og Skarðsvík í Snæfellsjökulsþjóðgarði vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrirhugað deiliskipulagssvæði er innan Snæfellsjökulsþjóðgarðs og þekur um 492 ha. Í fyrirhuguðu deiliskipulagi er gert ráð fyrir bílastæðum við Öndverðarnes og Skarðsvík og nýju bílastæði við vegamót Öndverðanes og Skálasnaga. Þá er gert ráð fyrir nýju bílastæði við gönguleið um Neshraun. Einnig er gert ráð fyrir því að festa í sessi núverandi bílastæði við gönguleið að Vatnsborgum, göngu- og upplifunarstígum ásamt salernisbyggingu við Skarðsvík. Gildandi deiliskipulag Skarðsvíkur verður fellt inn í fyrirhugað nýtt deiliskipulag fyrir stærra svæði.
Hægt er að skoða lýsinguna og matslýsinguna á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir málsnúmeri: 1557/2024.
Umsagnaraðilum og þeim sem eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir og/eða umsagnir vegna lýsingar fyrirhugaðs deiliskipulags frá 9. janúar 2025 til og með 30. janúar 2025. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast inn á Skipulagsgátt á málsnúmer: 1557/2024.
Gunnþóra Guðmundsdóttir, arkitekt faí
Skipulagsfulltrúi Snæfellsbæjar
-
Myndatexti: Áætluð afmörkun deiliskipulagssvæðisins