Skemmtiferðaskip við Ólafsvíkurhöfn
13.06.2018 |
Fréttir
Skemmtiferðaskipið Hanseatic liggur nú fyrir utan Ólafsvík. Er þetta fyrsta skemmtiferðaskipið sem hefur viðkomu í Ólafsvík í fjöldamörg ár.
Hanseatic er fimm stjörnu skemmtiferðaskip
sem skráð er á Bahamaeyjum, 123 metrar að lengd og 18 metrar að breidd. Um borð eru 154 farþegar og 121 í áhöfn. Flestir farþeganna eru frá Þýskalandi og fóru þeir í göngutúr um bæinn eða skipulagðar ferðir um Snæfellsnesið.
Þess má geta að Pakkhúsið opnaði fyrr í dag af þessu tilefni og tók á móti gestunum þegar þeir komu í land.
Skipið heldur sína leið um tvöleytið
í dag, en áætlað
er að næsta skemmtiferðaskip komi til Ólafsvíkur þann 23. júní næstkomandi.