Skilaboð frá Jaðri vegna Covid-19
17.11.2020 |
Fréttir, Covid-19
Af gefnu tilefni ítrekum við þær heimsóknarreglur sem nú eru í gildi á heimilinu. Þó smitum fari fækkandi í þjóðfélaginu er ekki enn tilefni til að slaka á reglunum eins og er. Við erum ávalt að endurmeta stöðuna og vonumst til að geta slakað á þessum reglum sem fyrst.
Þeir sem hyggjast koma í heimsókn skulu kynna sér fyrst reglurnar:
- Einungis má einn koma í heimsókn á dag til hvers íbúa og fer hann beint inn á herbergi íbúa og tryggja 2ja metra regluna.
- Mæta skal með maska og spritta hendur.
- Hringja þarf dyrabjöllu til að komast inn.
- Séu gestir búnir að dvelja á höfuðborgarsvæðinu er ekki heimilt að koma fyrr en vika er liðin frá þeirri dvöl.
- Gestum er algjörlega óheimilt að dvelja í öðrum rýmum heimilisins, s.s. matsal, setustofum og göngum.
- Virða skal 2metra reglu íbúa og starfsfólks.
Starfsfólk Jaðars
Mynd: Kirkjukór Ólafsvíkur syngur fyrir íbúa Jaðars í apríl 2020