Skólahald stytt í Ólafsvík og Hellissandi frá og með 27. mars
Breytingar verða á skólastarfi frá og með föstudeginum 27. mars 2020 eins og sjá má í fréttaskoti frá skólastjórnendum sem sent var á foreldra og forráðamenn í dag.
Helstu breytingar eru þær að skólahald styttist í Ólafsvík og á Hellissandi og máltíðir verða ekki afgreiddar í matsal í hádeginu. Skólahaldi lýkur nokkrum mínútum áður en skólabílar fara. Það er mismunandi eftir bekkjum hvenær þeir fara og tímasetningar má sjá hér að neðan. Skólahald helst óbreytt í Lýsuhólsskóla.
Fréttaskot frá Skólastjórnendum 26. mars 2020:Starfið í skólanum við þessar kringumstæður gengur mjög vel - allir eru að hjálpast að við að gera sitt besta, finna bestu lausnir hverju sinni. Nemendur standa sig frábærlega og eiga mikið hrós skilið. Þeir fara eftir þeim ströngu reglum sem gilda, eru jákvæðir, skilningsríkir og tillitssamir. Til fyrirmyndar - þetta eru frábærir nemendur sem eigum í Snæfellsbæ.
Við erum alltaf að meta starfið og kanna hvað við getum gert betur. Þetta gerum við með öryggi og hag nemenda og starfsfólks að leiðarljósi. Við hlítum þeim verklagsreglum sem okkur eru settar. Það er okkar mat að verklag í kringum hádegismatinn, norðan Heiðar sé of áhættusamt, það séu of miklar líkur á krosssmiti ef kemur til sýkingar innan skólans. Við viljum ekki taka þá áhættu. Frá og með morgundeginum styttum við skólatímann og hættum að afgreiða máltíðir í matsal í hádeginu en til reynslu verða nemendum færðar samlokur í sínar stofur.
Helstu breytingar eru því:
- Nemendur ljúka deginum fyrr - nokkrum mínútum áður en skólabílar fara (sjá að neðan).
- Ein ávaxtastund og ein samlokustund (samloka og ávextir)
- Einar frímínútur / hreyfistund (30 mínútur)
- Skólabílsáætlun að morgni heldur sér en heimferð verður flýtt (sjá að neðan).
3. bekkur – kl. 8:20
4. bekkur – kl. 8:351. og 2. bekkur – kl. 12:40
3. bekkur - kl. 12:05
4. bekkur – kl. 12:00
Frá Ólafsvík:5., 6. og 7. bekkur – kl. 12:25
8., 9. og 10. bekkur – kl. 12:20