Skólasetning Grunnskóla Snæfellsbæjar

Grunnskóli Snæfellsbæjar verður settur á morgun, miðvikudaginn 22. ágúst.

Fer skólasetning fram í sölum starfstöðvanna áður en nemendur hitta umsjónarkennara sína.

 

Foreldrar og velunnarar skólans eru boðnir velkomnir.

Nemendur mæta sem hér segir:

Nemendur í 4. - 7. bekk mæta kl. 10:00 í Ólafsvík. Skólabíll fer frá Hellissandi kl. 9:40. Nemendur í 8. - 10. bekk mæta kl. 11:00 í Ólafsvík. Skólabíll fer frá Hellissandi kl. 10:40. Nemendur í 2. og 3. bekk mæta kl. 12:00 á Hellissandi. Skólabíll fer frá Ólafsvík kl. 11:40. Allir nemendur á Lýsu mæta kl. 14:00. Þeir sem vilja nýta skólabíla hafi samband við skólabílstjóra.

Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar, norðan heiðar, verða boðaðir í viðtöl til umsjónarkennara sinna barna þriðjudaginn 21. ágúst og miðvikudaginn 22. ágúst.

Skóli hefst síðan samkvæmt stundarskrá fimmtudaginn 23. ágúst. Nemendur og forráðamenn geta nálgast stundatöflur inn á Mentor.

Meðfylgjandi mynd var tekin af útskriftarnemum við skólaslit síðasta vetrar. Hægt er að smella á myndina til að sjá hana í betri upplausn.