Skólaþing á sunnanverðu Snæfellsnesi

Samstarfsnefnd um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar boðar til Skólaþings laugardaginn 22. janúar milli kl. 13 og 15.

Markmiðið með sameiningu sveitarfélaganna tveggja er að styrkja byggð og samfélag á sunnanverðu Snæfellsnesi. Í því felst m.a. að marka skýra skólastefnu til framtíðar og að á sunnanverðu Nesinu verði öflugur dreifbýlisskóli. Á Skólaþingi fer fram samráð við íbúa og skólasamfélagið, sem er fyrsta skref í þeirri stefnumörkun.

Skólaþingið er öllum opið. Í ljósi samkomutakmarkana fer fundurinn fram rafrænt á Zoom. Tengill inn á fundinn verður aðgengilegur hér föstudaginn 21. janúar kl. 17, en þá er væntanlegum þátttakendum boðið að prófa að skrá sig inn á ZOOM og læra á umhverfið.

Nánari upplýsingar og skráning á Skólaþingið fer fram á vefsíðunni snaefellingar.is. Dagskrá laugardaginn 22. janúar: Kl. 13:00 - 13:55
  • Eggert Kjartansson formaður samstarfsnefndar opnar skólaþingið
  • Hilmar Már Arason, skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar
  • Sigurður Jónsson, skólastjóri Laugargerðisskóla
  • Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands og fyrrverandi skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar
  • Sóldís Fannberg frá Lýsudal, fyrrum nemandi á Lýsuhóli lýsir sýn nemanda
Kl. 13:55 - 14:00

Kaffihlé

Kl. 14:00 - 15:00
  • Umræður
  • Fundargestum skipt í hópa sem ræða stöðu skólamála og sýnina til framtíðar.