Smásögukeppni Jökuls í tilefni af Barnamenningarhátíð

Í tilefni af Barnamenningarhátíð Vesturlands í Snæfellsbæ stendur Steinprent og Bæjarblaðið Jökull fyrir smásögukeppni og er efnisval frjálst, en þema hátíðarinnar er „gleði“.

Hægt er að senda sögur á netfangið steinprent@simnet.is og verða þær birtar í Jökli og á miðlum Snæfellsbæjar í september og október. Í lok Barnamenningarhátíðar verða veitt verðlaun fyrir bestu og áhugaverðustu sögurnar að mati dómnefndar.