Snæfellsbær auglýsir lausa stöðu forstöðumanns á Jaðri

Snæfellsbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars í Ólafsvík.

Um 100% stjórnunarstarf er að ræða. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf mánaðarmótin september/október.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón og ábyrgð á fjárhagslegum rekstri heimilisins og mannauðsmálum.
  • Umsjón og ábyrgð á umönnun heimilisfólks.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Hjúkrunarfræðimenntun, eða önnur menntun á sviði heilbrigðisvísinda eða önnur háskólamenntun, er æskileg en þó ekki skilyrði.
  • Reynsla af stjórnun, starfsmannahaldi og rekstri á sviði heilbrigðisþjónustu er æskileg.
  • Frumkvæði, metnaður og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Umsóknir berist bæjarstjóra Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4 á Hellissandi eða á netfangið kristinn@snb.is. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknarfrestur er til og með 5. september 2023.

Upplýsingar veitir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri, í síma 433 6900 og Inga Jóhanna Kristinsdóttir, forstöðumaður Jaðars, í síma 433 6931 eða á netfanginu inga@snb.is.