Snæfellsbær auglýsir stöðu forstöðumanns tæknideildar lausa til umsóknar

Snæfellsbær óskar eftir að ráða forstöðumann tæknideildar / byggingarfulltrúa. Forstöðumaður leiðir tæknideild Snæfellsbæjar og er hlutverk hans m.a. að tryggja að starfsemi tengd byggingarmálum sé í samræmi við lög og reglugerðir og gildandi fjárhagsáætlun.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Tryggja að lögum um mannvirki nr. 160/2010, skipulagslögum nr. 123/2010 og öðrum lögum og reglugerðum varðandi byggingarmál í sveitarfélaginu sé framfylgt
  • Byggingareftirlit og umsjón með byggingarmálum sveitarfélagsins, þ.m.t. nýframkvæmdum og viðhaldsframkvæmdum
  • Ráðgjöf er varðar byggingarmál ásamt móttöku og afgreiðslu á byggingarleyfisumsóknum
  • Móttaka og afgreiðsla umsókna um byggingarlóðir
  • Ábyrgð á skráningu mannvirkja og staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga
  • Framkvæmd úttekta og útgáfa leyfa
  • Ráðgjöf og þjónusta við hagsmunaaðila

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði byggingarmála
  • Löggilding sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010
  • Góð þekking og reynsla á sviði byggingarmála
  • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
  • Frumkvæði og nákvæm vinnubrögð
  • Góð almenn tölvukunnátta, ásamt kunnáttu í teikniforritum
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg

Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar nk.

Ráðninga- og ráðgjafafyrirtækið Hagvangur sér um ráðningarferlið fyrir hönd Snæfellsbæjar. Sótt er um starfið á vefsíðu Hagvangs. Frekari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir í netfanginu geirlaug@hagvangur.is.