Snæfellsbær auglýsir nýtt starf verkefnastjóra á tæknideild laust til umsóknar

Snæfellsbær auglýsir laust til umsóknar nýtt starf á tæknideild sveitarfélagsins. Um er að ræða fjölbreytt starf á líflegum vinnustað. Ráðið verður í stöðuna  frá og með 1. mars næstkomandi, eða eftir samkomulagi.

Hlutverk og ábyrgðarsvið:

Starfsmaður aðstoðar yfirmann tæknideildar í byggingar-og framkvæmdarleyfisskyldum verkum innan sveitafélagsins. Einnig með undirbúning og eftirfylgni á verklegum framkvæmdum, hvort sem um er að ræða nýframkvæmdir eða/og viðhald fasteigna, í sveitarfélaginu.

Starfsmaður aðstoðar yfirmann tæknideildar með skráningu fasteigna, eftirliti með viðhaldi, gjaldtöku, varðveislu gagna og miðlun upplýsinga er varða fasteignir til íbúa, opinberra stofnananna og fagaðila. Einnig önnur dagleg störf sem til falla innan tæknideildar og yfirmaður felur honum. Starfsmaður aðstoðar við undirbúning og úrvinnslu funda umhverfis- og skipulagsnefndar í samráði við yfirmann.

Starfsmaður þjónustar m.a. íbúa sveitarfélagsins, verktaka, stjórnendur og stofnanir Snæfellsbæjar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Skilyrði er að viðkomandi hafi iðnmenntun en háskólamenntun á sviði skipulags- og byggingarmála er kostur.
  • Þekking og reynsla á sviði verklegra framkvæmda er nauðsynleg.
  • Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum, byggingarreglugerð er æskileg.
  • Reynsla af stjórnun er æskileg.
  • Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu er æskileg.
  • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, framsýni og skipulagshæfni.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
  • Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
  • Góð almenn tölvukunnátta.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi fagfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2024

Nánari upplýsingar gefur Kristinn Jónasson á netfanginu kristinn@snb.is og Ragnar Már Ragnarsson á netfanginu ragnar@snb.is.

Umsókninni þarf að fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf þar sem umsækjandi gerir sérstaklega grein fyrir hæfni til starfans út frá ofangreindum hæfnikröfum. Umsækjendur eru beðnir um að tilgreina a.m.k. 2 umsagnaraðila í umsókn sinni.

Snæfellsbær leggur áherslu á fjölbreytileika mannauðs og tekur vel á móti alls konar fólki. Við erum með góða skóla, framhaldsskóla á Snæfellsnesi og öflugt félags- og íþróttalíf fyrir börn sem fullorðna. Í Snæfellsbæ er jafnframt boðið upp á aðstöðu fyrir störf án staðsetningar.

Sótt er um starfið á nýjum ráðningarvef Snæfellsbæjar.