Snæfellsbær auglýsir starf byggingarfulltrúa laust til umsóknar
21.04.2021 |
Fréttir
Snæfellsbær óskar eftir að ráða byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúi starfar á tæknideild Snæfellsbæjar og er hlutverk hans m.a. að tryggja að starfsemi tengd byggingarmálum sé í samræmi við lög og reglugerðir og gildandi fjárhagsáætlun.
Helstu verkefni og ábyrgð:- Tryggja að lögum um mannvirki nr. 160/2010, skipulagslögum nr. 123/2010 og öðrum lögum og reglugerðum varðandi byggingarmálum í sveitarfélaginu sé framfylgt.
- Byggingareftirlit og umsjón með byggingarmálum sveitarfélagsins, þ.m.t. nýframkvæmdum og viðhaldsframkvæmdum.
- Ráðgjöf er varðar byggingarmál ásamt móttöku og afgreiðslu á byggingarleyfisumsóknum.
- Móttaka og afgreiðsla umsókna um byggingarlóðir.
- Ábyrgð á skráningu mannvirkja og staðfestingu eignaskiptiyfirlýsinga.
- Framkvæmd úttekta og útgáfa leyfa.
- Ráðgjöf og þjónusta við hagsmunaaðila.
- Háskólamenntun á sviði byggingarmála.
- Löggilding sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.
- Góð þekking og reynsla á sviði byggingarmála.
- Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
- Frumkvæði og nákvæm vinnubrögð.
- Góð almenn tölvukunnátta, ásamt kunnáttu í teikniforritum.
- Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi fagfélags og Launanefndar sveitarfélaga.
Umsókn, ásamt ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi, óskast fylltar út á hagvangur.is.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is. Opna umsókn á vefsíðu Hagvangs Opna auglýsingu--
Snæfellsbær auglýsti eftir forstöðumanni tæknideildar Snæfellsbæjar í byrjun marsmánaðar og bárust tvær umsóknir um starfið. Að loknum umsóknarfresti og viðtölum var hins vegar ákveðið að falla frá ráðningu í það að sinni þar sem umsækjendur uppfylltu ekki kröfur um háskólamenntun á sviði byggingarmála sbr. 8 gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Þess í stað er nú óskað eftir að ráða byggingarfulltrúa til starfa á tæknideild sbr. ofangreinda starfslýsingu.