Snæfellsbær auglýsir starf forstöðumanns tæknideildar laust til umsóknar
10.03.2021 |
Fréttir
Snæfellsbær óskar eftir að ráða forstöðumann tæknideildar Snæfellsbæjar.
Forstöðumaður tæknideildar Snæfellsbæjar hefur yfirumsjón með skipulags- og byggingarmálum og öllum verklegum framkvæmdum og viðhaldi á vegum sveitarfélagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð:- Faglegur undirbúningur við mótun stefnu sveitarfélagsins á sviði skipulags- og byggingarmála.
- Tryggja að lögum um mannvirki nr. 160/2010, skipulagslögum nr. 123/2010 og öðrum lögum og reglugerðum varðandi byggingarmál í sveitarfélaginu sé framfylgt.
- Fjárhagsáætlunargerð og gerð framkvæmdaáætlana.
- Ábyrgð á stjórnun og starfsmannamálum sviðsins ásamt rekstri stofnana sviðsins.
- Umsjón með umhverfismálum, náttúruvernd, fegrun bæjarins og umhirðu, opnum svæðum, sorphirðu og sorpeyðingu, fráveitu og vatnsveitu og starfsemi áhaldahúss.
- Að vera skipulags- og byggingarnefndum, bæjarstjóra og bæjarstjórn til ráðgjafar.
- Undirbúningur funda sem tilheyra málaflokknum og ábyrgð á eftirfylgni mála.
- Ábyrgð á skráningu mannvirkja og staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga.
- Umsjón og eftirlit með viðhaldi fasteigna í eigu sveitarfélagsins og verklegum framkvæmdum þeim tengdum.
- Umsjón með gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa.
- Háskólamenntun á sviði skipulags- og byggingarmála sbr. 8 gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er skilyrði.
- Þekking á lögum um mannvirki og á skipulagslögum, ásamt byggingarreglugerð er æskileg.
- Reynsla af stjórnun er æskileg.
- Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu er æskileg.
- Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, framsýni og skipulagshæfni.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
- Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
- Góð almenn tölvukunnátta.
Launakjör forstöðumanns tæknideildar Snæfellsbæjar eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi fagfélags og Launanefndar sveitarfélaga.
Umsókn, ásamt ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi, óskast fylltar út á hagvangur.is.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is. Opna umsóknarform á vefsíðu Hagvangs