Snæfellsbær auglýsir starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa laust til umsóknar
Snæfellsbær óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Snæfellsbæjar. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu, reynslu og áhuga á íþrótta- og æskulýðsmálum, forvörnum og ungmennastarfi.
Við leitum að aðila með ríka skipulagshæfni og getu til að stjórna ásamt hæfileikum til að miðla upplýsingum á einfaldan hátt.
Við hvetjum alla, óháð kyni, til að sækja um starfið.
Hlutverk og ábyrgðarsvið:- Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Snæfellsbæjar hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum í Snæfellsbæ.
- Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur umsjón með íþróttamannvirkjum í Snæfellsbæ, sér um starfsmannahald í íþróttahúsi, sundlaug og félagsmiðstöð, gerir fjárhagsáætlanir og sér um fjárhagslega umsýslu síns sviðs. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sér jafnframt um skipulag og utanumhald hátíða á vegum Snæfellsbæjar í samvinnu við markaðs- og kynningarfulltrúa.
- Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi er starfsmaður íþrótta- og æskulýðsnefndar og ungmennaráðs og situr fundi beggja nefnda.
- Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi þarf að standa einstaka vaktir í íþróttahúsi og sundlaug ef þörf er á.
- Æskilegt er að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hafi háskólamenntun sem nýtist í starfi, reynslu af sambærilegum verkefnum og reynslu af stjórnun verkefna og starfsmannahalds.
- Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi skal búa yfir framúrskarandi þjónustulund og góðum samskiptahæfileikum.
- Reynsla og þekking á stjórnsýslu og málefnum sveitarfélaga er kostur, sem og góð almenn tölvukunnátta og tölvufærni.
- Frumkvæði og metnaður er kostur.
Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellssýslu.
Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsækjendur eru beðnir að tilgreina a.m.k. tvo umsagnaraðila í umsókn sinni. Snæfellsbær áskilur sér rétt til að taka eða hafna öllum umsóknum.
Vinsamlega sendið umsóknir á neðangreind netföng. Öllum umsóknum verður svarað.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri: kristinn@snb.is Lilja Ólafardóttir, bæjarritari: lilja@snb.is