Snæfellsbær auglýsir starf leikskólastjóra laust til umsóknar
10.03.2021 |
Fréttir
Snæfellsbær óskar eftir að ráða leikskólastjóra við leikskóla Snæfellsbæjar.
Leikskóli Snæfellsbæjar er rekinn á tveimur starfsstöðvum, Kríubóli á Hellissandi og Krílakoti í Ólafsvík. Markmið leikskóla Snæfellsbæjar er að veita börnum og fjölskyldum í bæjarfélaginu heildstæða þjónustu og stuðla að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð íbúa að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð:- Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
- Ábyrgð á að leikskólinn starfi samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu sveitarfélagsins.
- Að stýra og bera ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi leikskólans.
- Að tryggja að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar.
- Umsjón með ráðningum starfsfólks, gerð ráðningarsamninga, vinnuskýrslna, skipulagi vinnutíma og vinnutilhögun.
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu leikskólastjóra.
- Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn).
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða.
- Stjórnunarreynsla og víðtæk þekking/reynsla af leikskólastarfi.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
- Þekking á rekstri og opinberri stjórnsýslu er kostur.
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi og skýr framtíðarsýn.
- Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum
Launakjör leikskólastjóra eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Umsókn, ásamt ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi, óskast fylltar út á hagvangur.is.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is. Opna umsóknarform á vefsíðu Hagvangs