Snæfellsbær auglýsir starf leikskólastjóra laust til umsóknar

Snæfellsbær óskar eftir að ráða leikskólastjóra við leikskóla Snæfellsbæjar.

Leikskóli Snæfellsbæjar er rekinn á tveimur starfsstöðvum, Kríubóli á Hellissandi og Krílakoti í Ólafsvík. Markmið leikskóla Snæfellsbæjar er að veita börnum og fjölskyldum í bæjarfélaginu heildstæða þjónustu og stuðla að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð íbúa að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð:
  • Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
  • Ábyrgð á að leikskólinn starfi samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu sveitarfélagsins.
  • Að stýra og bera ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi leikskólans.
  • Að tryggja að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar.
  • Umsjón með ráðningum starfsfólks, gerð ráðningarsamninga, vinnuskýrslna, skipulagi vinnutíma og vinnutilhögun.
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu leikskólastjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn).
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða.
  • Stjórnunarreynsla og víðtæk þekking/reynsla af leikskólastarfi.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
  • Þekking á rekstri og opinberri stjórnsýslu er kostur.
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi og skýr framtíðarsýn.
  • Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum 
Umsóknarfrestur er til og með 23. mars nk. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. maí nk., eða eftir samkomulagi. Við hvetjum alla, óháð kyni, til að sækja um starfið.

Launakjör leikskólastjóra eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Umsókn, ásamt ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi, óskast fylltar út á hagvangur.is.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is. Opna umsóknarform á vefsíðu Hagvangs