Snæfellsbær auglýsir stöðu skólastjóra lausa til umsóknar
Snæfellsbær óskar eftir að ráða skólastjóra við Grunnskóla Snæfellsbæjar.
Skólastjóri ber ábyrgð á starfsemi skólans, rekstri og mannauðsmálum. Hann gegnir lykilhlutverki í mótun skólastarfsins og í samstarfi skóla og samfélags. Leitað er að lausnamiðuðum leiðtoga með metnað og einlægan áhuga á framþróun í skólastarfi.
Helstu verkefni:
- Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans
- Fagleg forysta skólans um þróun náms og kennslu og farsæld nemenda
- Ábyrgð á framþróun í skólastarfi
- Hafa forystu um og styðja samstarf í samræmi við farsældarlög
- Fjármál og rekstur
- Leiða samstarf starfsfólks, nemenda, heimila og skólasamfélagsins í heild
- Samstarf við skólanefnd, bæjarstjóra og bæjarstjórn
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf til kennslu og kennslureynsla á grunnskólastigi
- Framhaldsmenntun í stjórnun eða uppeldis- og kennslufræðum er æskileg
- Farsæl reynsla af rekstri, stjórnun og skólaþróun er æskileg
- Framúrskarandi hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Leiðtogafærni, metnaður og styrkur til ákvarðana
- Þekking á þeim lögum, reglugerðum og öðrum opinberum fyrirmælum sem varða skólastarf
- Þekking á möguleikum og takmörkunum stafrænnar tækni í skólastarfi
- Skipulagshæfni og góð yfirsýn
- Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Í Grunnskóla Snæfellsbæjar eru um 220 nemendur. Starfstöðvar skólans eru þrjár; Hellissandur 1. – 4. bekkur, Ólafsvík 5. – 10. bekkur og Lýsuhólsskóli 1. – 10. bekkur en þar er einnig rekin leikskóladeild.
Átthagafræði er ein af meginstoðum skólans þar sem nemendur í 1. -10. bekk læra að þekkja nærumhverfi sitt, sögu, náttúru og staðhætti og geri sér líka grein fyrir möguleikum þar til framtíðar. Skólinn hlaut Íslensku menntaverðlaun árið 2022.
Snæfellsbær mun verða viðkomandi innan handar við að útvega íbúðarhúsnæði ef á þarf að halda.
Sótt er um starfið á vefsíðu Hagvangs. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfni til að sinna starfinu. Umsóknarfrestur er til 31. mars nk.
Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is.
Nánar: