Snæfellsbær auglýsir tímabundið starf á tæknideild laust til umsóknar
18.02.2020 |
Fréttir
Tæknideild Snæfellsbæjar óskar eftir að ráða starfsmann í 100% starf til eins árs. Um er að ræða afleysingu fyrir aðstoðarmann skipulags- og byggingarfulltrúa.
Starfsvið:- Almenn skrifstofuvinna
- Skráning og meðhöndlun skjala
- Undirbúningur funda og frágangur, ritun fundargerða
- Svara fyrirspurnum sem berast í gegnum síma og tölvupóst
- Gerð er krafa um stúdentspróf
- Háskólagráða sem nýtist í starfi er kostur
- Þekking á skipulags- og byggingarmálum er kostur
- Sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund og skipulagshæfni er skilyrði
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. apríl nk.
Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu.
Frekari upplýsingar veitir Davíð Viðarsson í síma 433 - 6900 eða á david@snb.is. Vinsamlega sendið umsóknir á david@snb.is. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í viðkomandi starf.