Snæfellsbær býður íbúum frítt í sund í mars
24.02.2021 |
Fréttir
Magnaður sundmars í sundlaug Snæfellsbæjar. Frítt í sund allan mánuðinn fyrir íbúa sveitarfélagsins.
Í tilefni þess að á síðasta ári voru liðin 50 ár síðan sundlaugin var opnuð í Ólafsvík býður bæjarstjórn Snæfellsbæjar öllum íbúum frítt í sundlaugina á opnunartíma frá 1.-31. mars 2021.
Í mars verður jafnframt heilsueflandi sundátak í Snæfellsbæ sem miðar að því að fjölga sundgestum og sundferðum íbúa. Eru íbúar hvattir til að kíkja í sund og taka þátt í átakinu með því að skrá sundferðir hjá starfsfólki í afgreiðslu að sundferð lokinni.
Í lok átaksins verður dregið úr potti þátttakenda og hljóta tveir heppnir þeirra árskort í sundlaugina.
Komdu í sund!